
Tengjast við þjónustu
Til að skoða kyrrmyndir og hreyfimyndir sem hlaðið hefur
verið upp í þjónustuna og drög og sendar færslur í tækinu
skaltu í
Myndir & hr.m.
velja
Valkostir
>
Tengjast við
þjónustu
. Ef stofnað hefur verið til áskriftar án tengingar
eða áskrift eða þjónustustillingum breytt um netvafra
á samhæfri tölvu þarf að velja
Valkostir
>
Sækja
blogglista
til að uppfæra þjónustulistann í tækinu.
Veldu þjónustu af listanum.
Þegar þjónusta hefur verið valin skaltu velja
úr eftirfarandi:
•
Opna í vafra
—til að tengjast þjónustunni sem valin var
og skoða skrár sem hlaðið hefur verið upp og drög að
albúmum í vafranum. Mismunandi kann að vera eftir
þjónustuveitum hvað hægt er að skoða.
•
Drög
—til að skoða og breyta færslum og hlaða þeim
upp á vefinn.
•
Sendar
—til að skoða 20 nýjustu færslurnar sem búnar
voru til í tækinu.
•
Ný færsla
—til að búa til nýja færslu.
Mismunandi kann að vera eftir þjónustveitum hvaða
valkostir eru í boði.