Nokia N73 - Flutningshraði

background image

Flutningshraði

Þegar hljóð er kóðað fara gæðin eftir því hvaða söfnunartíðni
(sample rate) og flutningshraði er notaður við kóðunina.
Söfnunartíðni er mæld í þúsundum eininga á sekúndu (kHz)
og söfnunartíðni tónlistar á geisladiskum er bundin við 44.1
kHz. Flutningshraði er mældur í kílóbætum á sekúndu (Kbs).
Því meiri sem flutningshraðinn er því meiri eru hljómgæðin.

Það gæðastig sem krafist er getur verið háð því hvaða kröfur
eru gerðar, hvaða höfuðtól eru notuð og fer einnig eftir
umhverfishljóðum. Með MP3 verður flutningshraðinn á
bilinu 128 til 192 (Kbs) og gefur yfirleitt næg gæði til að
hlusta á popptónlist í tækinu. WMA og AAC veita yfirleitt

background image

Miðlunarforrit

47

sömu gæði og MP3 með næsta flutningshraða fyrir neðan
(96-160 Kbs). Ýmis afbrigði AAC, svo sem AAC+ og enhanced
AAC+ (eAAC+) veita hljómgæði á geisladiskum með allt
niður að 48 Kbs flutningshraða. Sígild tónlist og tónlist með
mismunadi blæbrigðum krefst yfirleitt meiri flutningshraða
en venjuleg popptónlist.

Í töluðu máli og öðru efni þar sem hljómgæðin skipta minna
máli en geymsluplássið er hægt að vera með flutningshraða
á bilinu 8 til 64 Kbs. Við lítinn flutningshraða skila WMA
og AAC yfirleitt meiri gæðum en MP3.