Stillingar fyrir kyrrmyndir
Hægt er að velja á milli tveggja stillinga fyrir kyrrmyndir:
Upps. mynda
og aðalstillinga. Til að stilla
Upps. mynda
, sjá
„Uppsetning—Stilling lita og lýsingar” á bls. 22. Stillingar á
uppsetningu breytast aftur yfir í sjálfvaldar stillingar þegar
myndavélinni er lokað, en aðalstillingarnar eru þær sömu
þar til þeim er breytt aftur. Aðalstillingunum er breytt með
því að velja
Valkostir
>
Stillingar
og úr eftirfarandi:
Myndgæði
—
Prentun 3M - Stór
-Large
(2048x1536 upplausn),
Prentun 2M - Miðlungs
(1600x1200 upplausn),
Prentun/tölvupóstur 0,8 - Lítil
(1024x768 upplausn) eða
Margmiðlunarskilaboð 0,3M
(640x480 upplausn). Því meiri sem gæðin eru, þeim mun
meira minni tekur myndin. Ef þú vilt prenta myndina skaltu
velja
Prentun 3M - Stór
,
Prentun 2M - Miðlungs
eða
Prentun/tölvupóstur 0,8 - Lítil
. Ef þú vilt senda hana
í tölvupósti skaltu velja
Prentun/tölvupóstur 0,8 - Lítil
.
Til að senda myndina sem margmiðlunarboð skaltu velja
Margmiðlunarskilaboð 0,3M
.
Þessar upplausnir er aðeins að finna í aðalmyndavélinni.
Setja inn í albúm
—Þú getur valið hvort þú vilt vista
myndina í tilteknu albúmi í galleríinu. Ef þú velur
Já
birtist listi yfir albúmin sem hægt er að velja.
Sýna teknar myndir
—Veldu
Kveikt
ef þú vilt skoða mynd
eftir að hún er tekin, eða
Slökkt
ef þú vilt strax halda
áfram að taka myndir.
Sjálfgefið heiti myndar
—Veldu sjálfgefið heiti fyrir myndir.
Aukin stafræn stækkun
(aðeins á aðalmyndavél)—Veldu
Kveikt
til að stighækkandi súmm sé samfellt milli
stafrænnar og aukinnar stafrænnar stækkunar. Ef þú vilt
takmarka stækkunina þannig að myndgæðin minnki ekki
skaltu velja
Slökkt
.
Myndavél
22
Myndatökuhljóð
—Veldu tóninn sem heyrist þegar myndir
eru teknar.
Minni í notkun
—Veldu hvar myndir eru vistaðar.
Upprunarlegar stillingar
—Veldu
Í lagi
til að stillingar
myndavélarinnar verði aftur sjálfgefnar.