
Upptaka hreyfimynda
1
Opna skal lokið til að kveikja á aðalmyndvélinni.
Ef myndavélin er í
Myndataka
skaltu velja
Skipta yfir
í hreyfimynd
á tækjastikunni.
2
Ýttu á myndatökutakkann til að hefja upptöku. Notaðu
skruntakkann til að taka upp í andlitsmyndastillingu.
Rauða upptökutáknið
birtist og hljóð heyrist sem
gefur til kynna að upptaka sé hafin.
3
Veldu
Stöðva
til að stöðva upptökuna. Myndskeiðið
vistast sjálfkrafa í möppunni
Myndir & hr.m.
í
Gallerí
.
Sjá „Gallerí” á bls. 27. Hámarkslengd
hreyfimyndarupptöku er 60 mínútur
(ef minni er nægjanlegt).
Hægt er að gera hlé á upptökunni hvenær sem er með því
að ýta á
Hlé
. Biðtáknið (
) blikkar á skjánum. Upptakan
stöðvast sjálfkrafa ef gert hefur verið hlé á henni og ekki
er stutt á neinn takka í eina mínútu.
Ýttu á myndatökutakkann til að hefja aftur upptöku.
Notaðu súmmtakkann á hlið tækisins til að súmma
að eða frá.
Hægt er að gera breytingar á lita- og birtustillingum áður
en þú tekur upp hreyfimynd með því að nota skruntakkann
til að fletta gegnum tækjastikuna. Sjá „Uppsetning—
Stilling lita og lýsingar” á bls. 22 og „Umhverfi” á bls. 23.
Til að losa minni áður en hreyfimynd er tekin skaltu velja
Valkostir
>
Sýna laust minni
(aðeins hægt ef tekið hefur
verið afrit af myndum eða hreyfimyndum). Sjá „Minni
losað” á bls. 29.
Til að kveikja á fremri myndavélinni skaltu velja
Valkostir
>
Nota myndavél 2
.