Efni flutt úr öðru tæki
Hægt er að flytja efni, t.d. tengiliði, án endurgjalds úr
samhæfu Nokia-tæki yfir í Nokia N73 um Bluetooth eða
innrautt tengi. Það fer eftir gerð símans hvaða efni er hægt
að flytja. Ef hitt tækið styður samstillingu er einnig hægt
að samstilla gögn á milli þess og Nokia N73.
Þú getur notað SIM-kortið þitt í hinu tækinu. Ótengda
sniðið er sjálfkrafa valið þegar kveikt er á Nokia N73
tækinu án þess að SIM-kort sé í því.
Flutningur efnis
1
Til að nota forritið í fyrsta skipti skaltu styðja á
og velja
Verkfæri
>
Flutningur
. Ef forritið hefur verið
notað áður og þú vilt hefja nýjan flutning velurðu
Flytja gögn
.
Veldu
Halda áfram
í upplýsingaglugganum.
Nokia N73 tækið
12
2
Veldu hvort þú vilt flytja gögnin um Bluetooth eða
innrautt tengi. Bæði tækin verða að styðja gerðina.
3
Ef þú velur Bluetooth:
Veldu
Halda áfram
til að láta Nokia N73 tækið leita að
Bluetooth-tækjum. Veldu tæki af listanum. Nokia N73
tækið biður þig að slá inn kóða. Sláðu inn kóðann
(1-16 tölustafir að lengd) og veldu
Í lagi
. Sláðu inn
sama kóða í hitt tækið og veldu
Í lagi
. Þá eru tækin
pöruð. Sjá „Pörun tækja” á bls. 94.
Tækið kann að senda
Gagnaflutn.
forritið í suma síma
í skilaboðum.
Gagnaflutn.
er sett upp í hinu tækinu
með því að opna skilaboðin og fylgja leiðbeiningunum
á skjánum.
Ef þú hefur valið innrauða tengingu skaltu tengja tækin
saman. Sjá „Innrauð tenging” á bls. 95.
4
Í Nokia N73 tækinu skaltu velja efnið sem þú vilt flytja
úr hinu tækinu.
Efni er flutt úr minni hins tækisins á samsvarandi
staðsetningu í Nokia N73. Flutningstíminn veltur
á því gagnamagni sem er afritað. Hægt er að hætta
við flutninginn og halda honum áfram síðar.
Ef hitt tækið styður samstillingu er hægt að halda
gögnunum í nýjustu stöðu í báðum tækjum. Til að hefja
samstillingu við samhæft Nokia-tæki velurðu
Símar
,
skrunar að tækinu og velur
Valkostir
>
Samstilla
.
Fylgdu fyrirmælunum á skjánum.
Til þess að skoða skrá yfir fyrri gagnaflutning velurðu
Flutningsskrá
.