Nokia N73 - Myndsímtöl

background image

Myndsímtöl

Í myndsímtali (sérþjónusta) getur þú og viðmælandi þinn
séð rauntíma hreyfimynd af hvor öðrum. Viðtakandi þinn
sér þá hreyfimyndina sem myndavélin þín tekur.

Til að geta hringt myndsímtal þarftu USIM-kort og síminn
þarf að vera innan þjónustusvæðis UMTS-símkerfis.
Þjónustuveitan gefur upplýsingar um
myndsímatalaþjónustu og áskrift að henni.

Aðeins er hægt að koma á myndsímtali við einn aðila
í einu. Hægt er að koma á myndsímtali við samhæft
tæki eða ISDN-tengd tæki. Ekki er hægt að koma
á myndsímtölum þegar annað símtal, myndsímtal
eða gagnasímtal er í gangi.

Tákn:

Tækið er ekki að taka við hreyfimynd (annað hvort

sendir viðtakandinn ekki hreyfimyndina eða þá að
símkerfið sendir hana ekki).

Þú hefur hafnað myndsendingu úr tækinu þínu.

Upplýsingar um hvernig á að senda kyrrmynd í stað
hreyfimyndar er að finna í „Hringing”, bls. 114.

Jafnvel þó þú hafnir myndsendingu í myndsímtali verður
tekið gjald fyrir símtalið sem myndsímtal. Þjónustuveitan
gefur upplýsingar um verð.

1

Til að koma á myndsímtali
skaltu slá inn númerið
í biðstöðu eða velja

Tengiliðir

og svo tengilið.

2

Veldu

Valkostir

>

Hringja

>

Myndsímtal

.

Fremri myndavélin er
sjálfgefið valin í myndsímtali.
Það getur tekið dálítinn tíma
að koma á myndsímtali.

Bíð eftir hreyfimynd

birtist

á skjánum. Ef ekki tekst að
koma á tengingu (t.d. ef símkerfið styður ekki myndsímtöl
eða móttökutækið er ekki samhæft), er spurt hvort þú viljir
hringja venjulegt símtal eða senda textaskilaboð eða
margmiðlunarboð í staðinn.

Myndsímtal er í gangi þegar þú getur séð tvær
hreyfimyndir og heyrt hljóð úr hátalaranum.
Viðmælandinn getur hafnað myndsendingu (

)

background image

Símtöl

79

og þá heyrir þú aðeins í honum og sérð að auki kyrrmynd
eða gráan bakgrunn.

Til að velja hvað er sent skaltu velja

Virkja

/

Óvirkja

>

Hreyfimynd

,

Hljóð

eða

Hljóð & hreyfimynd

.

Til að stækka eða minnka eigin mynd skaltu nota
súmmtakkann

Stækka

eða

Minnka

. Stækkunar/

minnkunarvísirinn sést efst á skjánum.

Hægt er að víxla myndunum á skjánum með því að velja

Víxla myndum

.

Myndsímtalinu er lokið með því að ýta á

.