
Tengistillingar
,
Notandastillingar
,
Móttökustillingar
og
Sjálfvirk tenging
.
Pósthólf í notkun
—Veldu hvaða pósthólf þú vilt nota
til að senda tölvupóst.
Nýtt pósthólf er búið til með því að velja
Valkostir
>
Nýtt pósthólf
í aðalskjá pósthólfa.
Tengistillingar
Stillingum fyrir móttekinn tölvupóst er breytt með
því að velja
Móttekinn póstur
og úr eftirfarandi:
Notandanafn
—Sláðu inn notandanafn þitt sem
þjónustuveitan þín lætur þér í té.
Lykilorð
—Sláðu inn lykilorðið þitt. Ef þú fyllir ekki
út þennan reit verður beðið um lykilorðið þegar reynt
er að tengjast við ytra pósthólfið.
Miðlari fyrir innpóst
—Sláðu inn IP-tölu eða heiti
hýsimiðlarans sem tekur við tölvupóstinum.
Aðg.staður í notkun
—Veldu internetaðgangsstað (IAP).
Sjá „Samband” á bls. 115.
Nafn pósthólfs
—Sláðu inn heiti fyrir pósthólfið.
Tegund pósthólfs
—Tilgreinir samskiptareglur tölvupósts
sem þjónustuveita ytra pósthólfsins mælir með.
Valkostirnir eru
POP3
og
IMAP4
. Þessa stillingu er aðeins
hægt að velja einu sinni og ekki er hægt að breyta henni
eftir að hún hefur verið vistuð eða stillingum pósthólfs
hefur verið lokað. Ef þú notar POP3-samskiptareglur eru
skilaboðin ekki uppfærð sjálfkrafa þegar tengingin er virk.
Til að sjá nýjasta tölvupóstinn þarf að aftengjast
við pósthólfið og tengjast aftur við það.
Öryggi (gáttir)
—Veldu öryggisvalkostinn sem er notaður
til að tryggja öryggið við ytra pósthólfið.
Gátt
—Tilgreindu gátt fyrir tenginguna.
Örugg APOP-innskr.
(aðeins fyrir POP3)—Notaðu þetta
með POP3-samskiptareglunum til að dulkóða sendingu
lykilorða á ytri tölvupóstmiðlarann þegar tengst er við
pósthólfið.

Skilaboð
68
Stillingum fyrir sendan tölvupóst er breytt með því
að velja
Sendur póstur
og úr eftirfarandi:
Tölvupóstfangið mitt
—Sláðu inn tölvupóstfangið sem
þjónustuveitan lét þér í té. Öll svör við skeytunum þínum
eru send á það tölvupóstfang.
Miðlari fyrir útpóst
—Sláðu inn IP-tölu eða heiti
hýsimiðlarans sem sendir tölvupóstinn þinn. Verið getur
að þú getir eingöngu notað útmiðlara símafyrirtækisins
þíns. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Aðg.staður í notkun
—Veldu internetaðgangsstað (IAP).
Sjá „Samband” á bls. 115.
Stillingarnar fyrir
Notandanafn
,
Lykilorð
,
Öryggi (gáttir)
og
Gátt
líkjast þeim sem er að finna í
Móttekinn póstur
.